Thursday, August 6, 2009

Reisugill skálans

Til stendur að flytja "nýja" skálann upp í Tindfjöll helgina 15.-16. ágúst. Að því tilefni er félögum í Ísalp boðið að koma við og skoða skálann, fá sér hressingu, rifja upp gamla tíma eða láta sig dreyma um ævintýraferðir í Tindfjöll á vetri komandi.

Stjórnin grillar pulsur og býður upp á bjór og gos.

Skálinn stendur á planinu á Kirkjusandi, þar sem endurbyggingin hefur farið fram.

Veislan hefst kl 20:00 á þriðjudagskvöldið 11.ágúst og við skorum á sem flesta að láta sjá sig

Vika í flutning

Jæja þá er þetta að klárast.
Nú vantar í raun bara strompinn og reykrörið og þá er skálinn klár til flutnings.
Planið er að henda þessu í um helgina og prufukeyra kamínu og reykrör. Það má því búast við því að skálinn verði klár til flutnings á tíma.


Thursday, July 23, 2009

Lokafrágangur

Þó lítið sé bloggað þessa dagana er hins vegar allt á fullu í skálanum. Við nálgumst óðfluga lok verkefnisins en stærstu atriðin sem er verið að klára þessa dagana er reykrörið úr skálanum og eldhúsáhöld. Læt fylgja með nokkrar myndir sem sýna hversu gríðarlega flottur skálinn er orðinn.
Eins og sést er allt klárt að utanverðu fyrir utan einn glugga. Eins er búið að græja stálgrind sem skálinn situr á og mun einfalda flutninginn ansi mikið.


Eldhúskrókurinn er klár en diskar og glös eru á leiðinni

Kojurnar voru endursmíðaðar í sömu mynd og áður.

Stemning á vinnukvöldi!



Friday, July 3, 2009

Gamli skálinn

Þessar myndir eru að finna í bókinni Fjallamenn. Sýnir skálann eins og hann var upprunalega.


Wednesday, July 1, 2009

Glerið í

Í gær var mikið fjölmenni mætt til smíða og mikið gekk á.
Glerið er komið í skálann fyrir utan stafninn.
Eldhúskrókur er svo gott sem tilbúinn
Kojurnar eru komnar upp.
Millihurðin er tilbúin

Það fer því að minnka allverulega verkefnin sem eru eftir.






Tuesday, June 30, 2009

Vinnuferð í Tindfjöll

Fjölmennt var upp í Tindfjöll um helgina þar sem unnið var við grunn skálans. Slétt var úr fletinum sem skálinn sest ofan á og mikið af grjóti var flutt að staðnum sem verður svo notað til að hlaða að skálanum í ágúst. Þvílík rjómablíða var uppfrá og ekki oft sem það blæs ekki á þessum stað.

Ekki slæmt veðrið sem hópurinn fékk. Við þökkum Miðdalsmönnum kærlega fyrir afnot af skálanum
Hlynur Sk sýnir ljósmyndara hvernig akkerin sem verða fest við grindina virka.
Ungmennafélagsandinn var gríðarlegur

Nafnarnir Hlynur og Hlynur slétta eins og enginn væri morgundagurinn