Thursday, July 23, 2009

Lokafrágangur

Þó lítið sé bloggað þessa dagana er hins vegar allt á fullu í skálanum. Við nálgumst óðfluga lok verkefnisins en stærstu atriðin sem er verið að klára þessa dagana er reykrörið úr skálanum og eldhúsáhöld. Læt fylgja með nokkrar myndir sem sýna hversu gríðarlega flottur skálinn er orðinn.
Eins og sést er allt klárt að utanverðu fyrir utan einn glugga. Eins er búið að græja stálgrind sem skálinn situr á og mun einfalda flutninginn ansi mikið.


Eldhúskrókurinn er klár en diskar og glös eru á leiðinni

Kojurnar voru endursmíðaðar í sömu mynd og áður.

Stemning á vinnukvöldi!



Friday, July 3, 2009

Gamli skálinn

Þessar myndir eru að finna í bókinni Fjallamenn. Sýnir skálann eins og hann var upprunalega.


Wednesday, July 1, 2009

Glerið í

Í gær var mikið fjölmenni mætt til smíða og mikið gekk á.
Glerið er komið í skálann fyrir utan stafninn.
Eldhúskrókur er svo gott sem tilbúinn
Kojurnar eru komnar upp.
Millihurðin er tilbúin

Það fer því að minnka allverulega verkefnin sem eru eftir.