Thursday, August 6, 2009

Reisugill skálans

Til stendur að flytja "nýja" skálann upp í Tindfjöll helgina 15.-16. ágúst. Að því tilefni er félögum í Ísalp boðið að koma við og skoða skálann, fá sér hressingu, rifja upp gamla tíma eða láta sig dreyma um ævintýraferðir í Tindfjöll á vetri komandi.

Stjórnin grillar pulsur og býður upp á bjór og gos.

Skálinn stendur á planinu á Kirkjusandi, þar sem endurbyggingin hefur farið fram.

Veislan hefst kl 20:00 á þriðjudagskvöldið 11.ágúst og við skorum á sem flesta að láta sjá sig

Vika í flutning

Jæja þá er þetta að klárast.
Nú vantar í raun bara strompinn og reykrörið og þá er skálinn klár til flutnings.
Planið er að henda þessu í um helgina og prufukeyra kamínu og reykrör. Það má því búast við því að skálinn verði klár til flutnings á tíma.