Sunday, December 21, 2008

Annáll

Guttormur tók saman stuttan annál yfir það sem hefur verið gert í haust. Hér kemur hann


Stiklað á stóru:

Auðvitað hefur þetta verið meiri vinna en flestir áttu von á. Við höfum meðal annars reist vinnupallar allan hringinn. Naglhreinsað pallaefni sem við fengum gefið og lánað hjá ÍAV.

Endlaust verið að rífa og henda út fúafjölum. Henda því í ruslagám, og enn er allt gamla járnið eftir og meira til.


Ég hef farið nokkrar ferði í Húsasmiðjuna. Hef valið efnið í skálann, feita og fallaega furu.

Þá hefur Björn Marteinsson verkfræðingur haft áhuga á þessu verkefni og gefið góð ráð, eins Jon Nordstein arkitekt, en hann starfar fyrir húsafriðunarnefnd.

Mikil og góð vinna var lögð í umsökn til Húsafriðunar og mynjaverndar. Margar fleiri umsóknir hafa verið sendar út en tíðin er ekki góð.

Bárujárnið er í pöntun hjá Blikksmiðju Gylfa. Ég læt flytja það niðureftir og kom því inn í hús, kanski strætó þvottahúsið ?

Næsta verkefni er þannig að negla járnið á þakið og ganga frá kilinum og strompinum. Það gerum við á nýju ári
því ég reikna með að margir séu uppteknir í sínum björgunar og hjálparsveitum næstu daga.

Ég reiknaði ekki með að burðarviðirnir væru svona illa farnir. Hér er samantekt á ástandinu og því sem lokið er:

Allir gólfbitar utan einn hafa verið endurnýjaðir. 2X6

Fótstykkin voru öll ónýt. Enurnýjuð með gagnvarinni furu 4x4

Veggjastoðir sunnan megin voru ónýtar, Endurnýjaðar 4x4

Veggjastoðir hálf ónýtar norðanmegin. Endurnýjað og laskað saman

Sylla á suður hlið ónýt. Endurnýjuð 4x4

Klæðning á hliðum skálans var nánast engin, en ónnýt samt. Endurnýjað og heilklætt með 1x 6

Klæðning á norðurgafli var í þokkalegu standi, stendur mest óhreyfð

Þakklæðning var fúin, aðeins nokkrir sæmilegir blettir. Allt endurnýjað 1x6

Allar sperrur voru fúnar, ýmist í mæninn eða einhverstaðar annarstaðar, aðeins ein sperra við norðurgaflinn er heil.

Hornstoðir heilar, nema norð-vestur, semn var fúin í neðri endann. Gert við með oregon pine

Forstofan og framhluti skálans allur ónýtur, Endursmíðað

Gólfið á svefnloftinu fúið út við gluggann. Endurnýjað og stúfað saman á fyrsta loftbita.

Gólfið í skálanum ónýtt á nokkrum stöðum, allt rifið burtu. Verður endurnýjað.

Panill rifinn úr skálanum. meira og minna skemmdur og víða fúinn bak við neðri kojurnar, Við höfum hirt koparnaglana og heillegar fjalir úr súðinni. Óvíst um hvort þetta nýtist nokkuð.

Eldhús innréttingin öll ósköp léleg. Farin.

Gluggar og hurðir verður að endurnýja. Er að leita eftir tilboði hjá Trésmíðaverkstæði Jóns og Salvars.


Pappi kominn á

Jæja þá er vinnunni lokið þetta haustið og menn komnir í jólafrí. Við byrjum aftur strax eftir jól. Staðan er þannig að á föstudagskvöldið kláraðist vinnan við að klæða pappann á og því er það næst að koma bárujárni á þakið.

Einnig hélt hópurinn jólaglögg á um kvöldið og myndaðist gríðarleg stemning og fjöldi manns lagði leið sína í Kirkjusandinn


Hallgrímur sá um að halda í skálastemninguna og kom með reykt læri handa mönnum

Gríðarleg stemning í húsinu og erþað mál manna að þetta hafi verið eitt af betri og fjölmennari partýjum sem hafa verið haldin í skálanum síðustu ár...
Hópurinn ákvað að heiðra yfirsmið Guttorm fyrir alla vinnuna sem hann hefur lagt á sig í haust. Kunnum við honum miklar þakkir fyrir
Steppó og Hálfdán sáu um veitingarnar en heitt kakó var á staðnum og grillaðar voru pulsur ofan í mannskapinn
Pappinn að komast á þakið
.

Sunday, December 14, 2008

Skálanum lokað

Þakið var endanlega klárað í gær og byrjað á pappanum. Nú er rífandi gangur í hlutunum og næst á dagskrá er að henda bárunni á .
Við auglýsum því eftir smiðum sem eru vanir að vinna með bárujárn til að hjálpa okkur að klæða skálann
Hér má sjá nýja þakið en við enduðum á því að rífa allt í spað og skildum tvær sperrur eftir af því gömlu .

Saturday, December 6, 2008

Myndir 6.des

Vinna við nýjar sperrur kláruðust í dag og því er næst á dagskrá að klæða þakið
Friday, December 5, 2008

Myndir 4.des

Vinna við þakið er langt komin og búið að endurnýja flestar sperrurnar auk þess sem þær verða mun fleiri en áðurSunday, November 30, 2008

Nýjar myndir

Nú er búið að rífa þakið af eins og sést að neðan. Við vorum að vonast til þess að ekki þyrfti að rífa af nema pappa og báru en svo var ekki. Timbrið var illa farið og því tekin ákvörðun um að skipta því út . Þá kom í ljós að sperrurnar eru einnig í lélegu ásigkomulagi og því verður gert við þær og bætt við fleiri sperrum á húsið til að styrkja það frekar.
Monday, November 24, 2008

og vinnan heldur áfram...

Verkið mjakast áfram og nú erum við að byrja á þakinu. Búið er að rífa allt innan úr skálanum, þ.e. kojurnar, innréttinguna og allur panell er farinn úr bæði veggjum og lofti. búið er að klæða allan skálann að utan og andyri hefur verið endursmíðað. Nú er verið að reisa vinnupalla kringum skálann svo hægt sé að ganga í þakið.
Stefnt er að því að fara langt með viðgerð á þakinu fyrir jól


Skipt var um flesta þverbita undir skálanum og gólfklæðning rifin af. Hér sést nýtt gólf sem hefur verið byrjað á


Anddyrið var endursmíðað frá grunni


Öll klæðning var rifin að innan svo hægt sé að einangra skálann

Sunday, October 19, 2008

Þá er viðgerð á grind lokið og byrjuðum við að klæða skálann aftur í dag. Eins og sjá má þá er forstofan farin, en hún var ónýt . Verið er að smíða nýja forstofu og það fer væntanlega langt í næstu viku

Hér sést framhliðin á skálanum ...var svo illa fúin að við þurfum að smíða hana frá grunni
Hér má sjá hliðina sem við kláruðum að klæða í

Tuesday, October 14, 2008

Viðgerð grindar að ljúka

Mikið hefur gerst undanfarið og menn láta krepputal ekki hafa áhrif á sig! Viðgerð á grindinni er langt komin en það hefur verið skipt um nánast alla burðargrindina . Næst er að klára grindina á inngangnum en svo verður farið í að klæða skálann aftur og henda nýjum gluggum á.Tuesday, September 30, 2008

Það var í styttri kantinum vinnukvöldið í kvöld en þó komumst við e-ð áfram. Hlynur og Gutti fóru í dag og keyptu fyrsta efnið í skálann og nú ættum við að eiga nóg efni í viðgerð á grindinni. Við komumst að því áðan að þverbitarnir undir skálanum eru nokkrir í mjög vafasömu ástandi og því þarf að skipta þeim út.

Hér má sjá að búið er að fjarlægja langbitann en hann var ónýtur. Nokkrir af þverbitunum eru svo fúnir í endann og því þarf að saga af þeim og styrkja .
Gólfið í forstofunni hrundi þegar stífurnar voru fjarlægðar....framhliðin á skálanum hangir svo í lausu lofti. Merkilegt að þessi skáli skuli hafa þolað öll þessi ár uppfrá

Saturday, September 27, 2008

Niðurrif

Vinnu við niðurrif var haldið áfram í dag og kom ýmislegt í ljós eins og sjá má á myndunum að neðan. Tvær hliðar skálans virðast vera ónýtar þ.e. timbrið er það fúið að skipta þarf um að öllu leyti . Guttormur yfirsmiður mun skoða þetta með okkur á næstu dögum og meta hvað skal gert. Hinar hliðarnar virðast vera í mun betra ásigkomulagi og lítið þarf að gera þar. Látum myndirnar tala sínu máli

Svona leit skálinn út eftir daginn. Báran,pappinn og masonít plöturnar farnar af en endahliðin var látin halda sér þar sem ástandið er mjög gott

Svona leit einn af burðarbitunum út. Fúinn í gegn og þarf greinilega að skipta honum út
Hlynur og Steppó rífa framhliðina af

Friday, September 26, 2008


Við mættum 4 í gærkvöldi til að byrja að rífa. Fórum langt með að fjarlægja báruna af útveggjum skálans en sú vinna mun halda áfram um helgina. Við gerum svo ráð fyrir að byrja að klæða í næstu viku...sjá myndir

Hér má sjá upprunalegt form skálans eftir að ruslakompan var fjarlægð

Thursday, September 25, 2008

Smíðin að hefjast

Í kvöld mun smíðin formlega hefjast en síðustu vikur hafa farið í frekari undirbúning eins og styrkjamál og húsnæðismál. Ætlunin var að koma skálanum inn í skemmu en það klikkaði svo á síðustu stundu. Það er því ljós að við verðum á Kirkjusandinum.

Í kvöld og næstu daga er ætlunin af rífa klæðninguna af skálanum og sjá hvernig ástand grindarinnar er í raun og veru.

Myndir frá vinnukvöldinu væntanlegar á morgun.

Þeir sem vilja koma að smíðinni endilega hafið samband við einhvern af okkur í hópnum.
Ekki verra ef viðkomandi er iðnaðarmaður því hlutfall verkfræðinga er fullhátt !

Tuesday, September 2, 2008

Skálinn kominn

Allt gekk vel í gærkvöldi og skálinn er kominn á nýja heimilið sitt. Jóhannes Rögnvalds tók að sér að skutla skálanum upp á pall og rúnta með hann niður eftir. Kærar þakkir fyrir það

Á morgun eigum við svo von á stálbitum sem skálinn verður hífður upp á en þegar það verk er búið er ekkert sem kemur í veg fyrir það að framkvæmdir geti hafist.

Þeir sem vilja koma að smíðavinnunni setji sig í samband við einhvern úr hópnum.

Monday, September 1, 2008

Flutningur á Kirkjusand


Seint í kvöld munu nafnarnir Hlynur Skagfjörð og Hlynur Stefánss flytja skálann úr Mosfellsbænum niður á Kirkjusand. Þar mun hann standa næsta árið meðan á viðgerðum stendur.

Þeir hjá Reykjavíkurborg gerðust semsagt svo góðir að leyfa okkur að geyma skálann á gömlu strætó lóðinni næstu 12 mánuðina.

Stefnt er svo að því að hefja smíðina í næstu viku

Fyrsti póstur

Hér munu birtast fréttir og myndir af endurgerð skálans