Verkið mjakast áfram og nú erum við að byrja á þakinu. Búið er að rífa allt innan úr skálanum, þ.e. kojurnar, innréttinguna og allur panell er farinn úr bæði veggjum og lofti. búið er að klæða allan skálann að utan og andyri hefur verið endursmíðað. Nú er verið að reisa vinnupalla kringum skálann svo hægt sé að ganga í þakið.
Stefnt er að því að fara langt með viðgerð á þakinu fyrir jól
Skipt var um flesta þverbita undir skálanum og gólfklæðning rifin af. Hér sést nýtt gólf sem hefur verið byrjað á
Anddyrið var endursmíðað frá grunni
Öll klæðning var rifin að innan svo hægt sé að einangra skálann
No comments:
Post a Comment