Tuesday, September 30, 2008

Það var í styttri kantinum vinnukvöldið í kvöld en þó komumst við e-ð áfram. Hlynur og Gutti fóru í dag og keyptu fyrsta efnið í skálann og nú ættum við að eiga nóg efni í viðgerð á grindinni. Við komumst að því áðan að þverbitarnir undir skálanum eru nokkrir í mjög vafasömu ástandi og því þarf að skipta þeim út.

Hér má sjá að búið er að fjarlægja langbitann en hann var ónýtur. Nokkrir af þverbitunum eru svo fúnir í endann og því þarf að saga af þeim og styrkja .
Gólfið í forstofunni hrundi þegar stífurnar voru fjarlægðar....framhliðin á skálanum hangir svo í lausu lofti. Merkilegt að þessi skáli skuli hafa þolað öll þessi ár uppfrá

Saturday, September 27, 2008

Niðurrif

Vinnu við niðurrif var haldið áfram í dag og kom ýmislegt í ljós eins og sjá má á myndunum að neðan. Tvær hliðar skálans virðast vera ónýtar þ.e. timbrið er það fúið að skipta þarf um að öllu leyti . Guttormur yfirsmiður mun skoða þetta með okkur á næstu dögum og meta hvað skal gert. Hinar hliðarnar virðast vera í mun betra ásigkomulagi og lítið þarf að gera þar. Látum myndirnar tala sínu máli

Svona leit skálinn út eftir daginn. Báran,pappinn og masonít plöturnar farnar af en endahliðin var látin halda sér þar sem ástandið er mjög gott

Svona leit einn af burðarbitunum út. Fúinn í gegn og þarf greinilega að skipta honum út
Hlynur og Steppó rífa framhliðina af

Friday, September 26, 2008


Við mættum 4 í gærkvöldi til að byrja að rífa. Fórum langt með að fjarlægja báruna af útveggjum skálans en sú vinna mun halda áfram um helgina. Við gerum svo ráð fyrir að byrja að klæða í næstu viku...sjá myndir





Hér má sjá upprunalegt form skálans eftir að ruslakompan var fjarlægð

Thursday, September 25, 2008

Smíðin að hefjast

Í kvöld mun smíðin formlega hefjast en síðustu vikur hafa farið í frekari undirbúning eins og styrkjamál og húsnæðismál. Ætlunin var að koma skálanum inn í skemmu en það klikkaði svo á síðustu stundu. Það er því ljós að við verðum á Kirkjusandinum.

Í kvöld og næstu daga er ætlunin af rífa klæðninguna af skálanum og sjá hvernig ástand grindarinnar er í raun og veru.

Myndir frá vinnukvöldinu væntanlegar á morgun.

Þeir sem vilja koma að smíðinni endilega hafið samband við einhvern af okkur í hópnum.
Ekki verra ef viðkomandi er iðnaðarmaður því hlutfall verkfræðinga er fullhátt !

Tuesday, September 2, 2008

Skálinn kominn

Allt gekk vel í gærkvöldi og skálinn er kominn á nýja heimilið sitt. Jóhannes Rögnvalds tók að sér að skutla skálanum upp á pall og rúnta með hann niður eftir. Kærar þakkir fyrir það

Á morgun eigum við svo von á stálbitum sem skálinn verður hífður upp á en þegar það verk er búið er ekkert sem kemur í veg fyrir það að framkvæmdir geti hafist.

Þeir sem vilja koma að smíðavinnunni setji sig í samband við einhvern úr hópnum.

Monday, September 1, 2008

Flutningur á Kirkjusand














Seint í kvöld munu nafnarnir Hlynur Skagfjörð og Hlynur Stefánss flytja skálann úr Mosfellsbænum niður á Kirkjusand. Þar mun hann standa næsta árið meðan á viðgerðum stendur.

Þeir hjá Reykjavíkurborg gerðust semsagt svo góðir að leyfa okkur að geyma skálann á gömlu strætó lóðinni næstu 12 mánuðina.

Stefnt er svo að því að hefja smíðina í næstu viku

Fyrsti póstur

Hér munu birtast fréttir og myndir af endurgerð skálans