Tuesday, September 30, 2008

Það var í styttri kantinum vinnukvöldið í kvöld en þó komumst við e-ð áfram. Hlynur og Gutti fóru í dag og keyptu fyrsta efnið í skálann og nú ættum við að eiga nóg efni í viðgerð á grindinni. Við komumst að því áðan að þverbitarnir undir skálanum eru nokkrir í mjög vafasömu ástandi og því þarf að skipta þeim út.

Hér má sjá að búið er að fjarlægja langbitann en hann var ónýtur. Nokkrir af þverbitunum eru svo fúnir í endann og því þarf að saga af þeim og styrkja .
Gólfið í forstofunni hrundi þegar stífurnar voru fjarlægðar....framhliðin á skálanum hangir svo í lausu lofti. Merkilegt að þessi skáli skuli hafa þolað öll þessi ár uppfrá

No comments: