Saturday, September 27, 2008

Niðurrif

Vinnu við niðurrif var haldið áfram í dag og kom ýmislegt í ljós eins og sjá má á myndunum að neðan. Tvær hliðar skálans virðast vera ónýtar þ.e. timbrið er það fúið að skipta þarf um að öllu leyti . Guttormur yfirsmiður mun skoða þetta með okkur á næstu dögum og meta hvað skal gert. Hinar hliðarnar virðast vera í mun betra ásigkomulagi og lítið þarf að gera þar. Látum myndirnar tala sínu máli

Svona leit skálinn út eftir daginn. Báran,pappinn og masonít plöturnar farnar af en endahliðin var látin halda sér þar sem ástandið er mjög gott

Svona leit einn af burðarbitunum út. Fúinn í gegn og þarf greinilega að skipta honum út
Hlynur og Steppó rífa framhliðina af

No comments: