Sunday, December 21, 2008

Pappi kominn á

Jæja þá er vinnunni lokið þetta haustið og menn komnir í jólafrí. Við byrjum aftur strax eftir jól. Staðan er þannig að á föstudagskvöldið kláraðist vinnan við að klæða pappann á og því er það næst að koma bárujárni á þakið.

Einnig hélt hópurinn jólaglögg á um kvöldið og myndaðist gríðarleg stemning og fjöldi manns lagði leið sína í Kirkjusandinn


Hallgrímur sá um að halda í skálastemninguna og kom með reykt læri handa mönnum

Gríðarleg stemning í húsinu og erþað mál manna að þetta hafi verið eitt af betri og fjölmennari partýjum sem hafa verið haldin í skálanum síðustu ár...
Hópurinn ákvað að heiðra yfirsmið Guttorm fyrir alla vinnuna sem hann hefur lagt á sig í haust. Kunnum við honum miklar þakkir fyrir
Steppó og Hálfdán sáu um veitingarnar en heitt kakó var á staðnum og grillaðar voru pulsur ofan í mannskapinn
Pappinn að komast á þakið
.

No comments: