Stiklað á stóru:
Auðvitað hefur þetta verið meiri vinna en flestir áttu von á. Við höfum meðal annars reist vinnupallar allan hringinn. Naglhreinsað pallaefni sem við fengum gefið og lánað hjá ÍAV.
Endlaust verið að rífa og henda út fúafjölum. Henda því í ruslagám, og enn er allt gamla járnið eftir og meira til.
Ég hef farið nokkrar ferði í Húsasmiðjuna. Hef valið efnið í skálann, feita og fallaega furu.
Þá hefur Björn Marteinsson verkfræðingur haft áhuga á þessu verkefni og gefið góð ráð, eins Jon Nordstein arkitekt, en hann starfar fyrir húsafriðunarnefnd.
Mikil og góð vinna var lögð í umsökn til Húsafriðunar og mynjaverndar. Margar fleiri umsóknir hafa verið sendar út en tíðin er ekki góð.
Bárujárnið er í pöntun hjá Blikksmiðju Gylfa. Ég læt flytja það niðureftir og kom því inn í hús, kanski strætó þvottahúsið ?
Næsta verkefni er þannig að negla járnið á þakið og ganga frá kilinum og strompinum. Það gerum við á nýju ári
því ég reikna með að margir séu uppteknir í sínum björgunar og hjálparsveitum næstu daga.
Ég reiknaði ekki með að burðarviðirnir væru svona illa farnir. Hér er samantekt á ástandinu og því sem lokið er:
Allir gólfbitar utan einn hafa verið endurnýjaðir. 2X6
Fótstykkin voru öll ónýt. Enurnýjuð með gagnvarinni furu 4x4
Veggjastoðir sunnan megin voru ónýtar, Endurnýjaðar 4x4
Veggjastoðir hálf ónýtar norðanmegin. Endurnýjað og laskað saman
Sylla á suður hlið ónýt. Endurnýjuð 4x4
Klæðning á hliðum skálans var nánast engin, en ónnýt samt. Endurnýjað og heilklætt með 1x 6
Klæðning á norðurgafli var í þokkalegu standi, stendur mest óhreyfð
Þakklæðning var fúin, aðeins nokkrir sæmilegir blettir. Allt endurnýjað 1x6
Allar sperrur voru fúnar, ýmist í mæninn eða einhverstaðar annarstaðar, aðeins ein sperra við norðurgaflinn er heil.
Hornstoðir heilar, nema norð-vestur, semn var fúin í neðri endann. Gert við með oregon pine
Forstofan og framhluti skálans allur ónýtur, Endursmíðað
Gólfið á svefnloftinu fúið út við gluggann. Endurnýjað og stúfað saman á fyrsta loftbita.
Gólfið í skálanum ónýtt á nokkrum stöðum, allt rifið burtu. Verður endurnýjað.
Panill rifinn úr skálanum. meira og minna skemmdur og víða fúinn bak við neðri kojurnar, Við höfum hirt koparnaglana og heillegar fjalir úr súðinni. Óvíst um hvort þetta nýtist nokkuð.
Eldhús innréttingin öll ósköp léleg. Farin.
Gluggar og hurðir verður að endurnýja. Er að leita eftir tilboði hjá Trésmíðaverkstæði Jóns og Salvars.
No comments:
Post a Comment