Thursday, March 5, 2009

Loksins Loksins

Jæja þá er vinnan við skálann aftur komin af stað eftir langa og góða pásu. Í gærkvöldi var þakið klætt með bárujárni og klárast sú vinna eftir helgi. Næst er svo að henda nýjum gluggum í og klæða restina af skálanum með bárujárni. Við gætum reyndar þurft að bíða aðeins því gluggarnir eru enn í smíðum.

Svar hefur loksins fengist frá Húsafriðunarnefnd um styrk en þar var ekkert að fá þetta árið. Við gerðum okkur miklar vonir um þann styrk og því setur þetta öll okkar plön um að klára skálann í uppnám.
Hugmyndin er því að leita á náðir félaga Íslenska Alpaklúbbsins um framlög til endurgerðarinnar svo hægt verði að klára skálann í sumar. Meiri upplýsingar um það koma innan skamms
Að neðan eru myndir frá gærkvöldinu





No comments: