Til stendur að flytja "nýja" skálann upp í Tindfjöll helgina 15.-16. ágúst. Að því tilefni er félögum í Ísalp boðið að koma við og skoða skálann, fá sér hressingu, rifja upp gamla tíma eða láta sig dreyma um ævintýraferðir í Tindfjöll á vetri komandi.
Stjórnin grillar pulsur og býður upp á bjór og gos.
Skálinn stendur á planinu á Kirkjusandi, þar sem endurbyggingin hefur farið fram.
Veislan hefst kl 20:00 á þriðjudagskvöldið 11.ágúst og við skorum á sem flesta að láta sjá sig
No comments:
Post a Comment