Tuesday, June 30, 2009
Vinnuferð í Tindfjöll
Fjölmennt var upp í Tindfjöll um helgina þar sem unnið var við grunn skálans. Slétt var úr fletinum sem skálinn sest ofan á og mikið af grjóti var flutt að staðnum sem verður svo notað til að hlaða að skálanum í ágúst. Þvílík rjómablíða var uppfrá og ekki oft sem það blæs ekki á þessum stað.
Friday, June 26, 2009
Kojur og eldhúskrókur
Vinna við kojur og eldhúskrók fór af stað á þriðjudaginn. Skálinn er svo gott sem tilbúinn að utan og er fókusinn kominn á það sem upp á vantar innandyra. Mikið er pælt í kyndingarmálum þessa dagana en valið stendur á milli olíukyndingar og hefðbuundnar viðarkabyssu.
Thursday, June 18, 2009
Endurgerð að klárast!!!
Við höfum verið heldur latir að uppfæra síðuna undanfarið en það er engan veginn vegna þess að lítið hefur verið að gerast. Þvert á móti hefur verið smíðað og smíðað og eins og sést á myndinni þá er skálinn að klárast. Hver hefði trúað því!

Guttormur hefur stjórnað verkinu eins og herforingi og eytt miklum tíma niðrá Kirkjusandi.
Hann mun væntanlega ljúka smíðinni utanhús á morgun.
Reyndar er sitthvað smálegt eftir og það mun vonandi klárast áður en skálinn fer aftur upp til fjalla um miðjan ágúst.


Subscribe to:
Posts (Atom)