Tuesday, June 30, 2009

Vinnuferð í Tindfjöll

Fjölmennt var upp í Tindfjöll um helgina þar sem unnið var við grunn skálans. Slétt var úr fletinum sem skálinn sest ofan á og mikið af grjóti var flutt að staðnum sem verður svo notað til að hlaða að skálanum í ágúst. Þvílík rjómablíða var uppfrá og ekki oft sem það blæs ekki á þessum stað.

Ekki slæmt veðrið sem hópurinn fékk. Við þökkum Miðdalsmönnum kærlega fyrir afnot af skálanum
Hlynur Sk sýnir ljósmyndara hvernig akkerin sem verða fest við grindina virka.
Ungmennafélagsandinn var gríðarlegur

Nafnarnir Hlynur og Hlynur slétta eins og enginn væri morgundagurinn

No comments: